Verið velkomin

Sælir foreldrar

Nú þegar öllum takmörkunum verður aflétt á miðnætti í kvöld höfum við ákveðið að opna leikskólann fyrir ykkur foreldrum.
Frá og með deginum í dag eruð þið hjartanlega velkomin alla leið inn á deild til okkar að sækja börnin.

Grímunotkun er valkvæð frá og með deginum í dag.

Hlökkum til að sjá ykkur

Tilkynning

Vegna þess að veðrið varð ekki eins slæmt og á horfðist, höfum við ákveðið að opna leikskólann kl. 13 í dag.

Rauð veðurviðvörun

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.

Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólinn mun vera opinn frá kl. 8:00 með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Við biðjum þau ykkar sem sinnið slíkum störfum að láta okkur vita sem fyrst hvort þið komið á morgun, svo við séum ekki að kalla út starfsfólk að óþörfu.

Förum varlega

Grænn dagur

Á fimmtudaginn næsta er grænn dagur hjá okkur í Korpukot. Við hvetjum alla sem vilja til að mæta í grænum fötum. Við hlökkum til að bralla ýmslegt skemmtileg í grænu þema.

Allt er vænt sem vel er grænt

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 4.febrúar. Þann dag er leikskólinn lokaður.

Sumarfrí

Starfsdegi frestað

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta starfsdeginum okkar sem átti að vera á föstudaginn næsta 7. janúar.

Leikskólinn verður því opinn á föstudaginn 7. janúar og áætlað að leikskólastarfið verði hefðbundum hætti.

Ástæða þess er að nú störfum við mikið hólfaskipt og teljum við óábyrgt að blanda öllu starfsfólki saman þar sem skipulag starfsdagsins okkar býður ekki upp á hólfaskiptingu, þá er einnig hluti starfsfólks í einangrun og sóttkví.

Áætlað er að starfsdagurinn verði föstudaginn 4. febrúar nk. svo gott er að gera ráðstafanir í tíma þar sem þann dag verður leikskólinn lokaður.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 7.janúar. Þann dag er leikskólinn lokaður

Jólakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.

Jólabíó

Í næstu viku er okkar árlega jólabíó og skiptist eins og hér segir:

Mánudagur 13.des:         Sælukot
Þriðjudagur 14.des:        Sunnukot
Miðvikudagur 15.des:     Bjartakot
Fimmtudagur 16.des:     Fagrakot

Þann dag sem jólabíóið er ætlum við að eiga einstaklega notalegar stundir saman og mega öll börn sem vilja mæta í náttfötum og með einn bangsa með sér.