Lestrarsprettur Lubba

Í dag, 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og í tilefni af honum erum við með lestrarsprett Lubba. Þessa vikuna söfnum við málbeinum fyrir Lubba. Málbeinin eru send heim og skrifa foreldrar á þau þær bækur sem eru lesnar heima með börnunum. Beinunum söfnum við svo saman í myndalegt beinasafn fyrir Lubba sem við hengjum upp hér í leikskólanum

Við hvetjum ykkur til að lesa með börnunum ykkar vikuna 14.nóv – 18.nóv sem og allar aðrar vikur ársins því besta gjöfin sem þú gefur barninu þínu er að lesa fyrir það. Samvera, umræður, orðaforði og málþroski er öllum börnum svo verðmætt.

Bangsadagur

Fimmtudaginn nk., 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn.

Þá mega börnin í Korpukoti koma í náttfötum í leikskólann og með bangsa að heiman.

Munum að merkja bangsana svo þeir rati heim aftur.

Dótadagur

Kæru foreldrar
Á morgun, þriðjudaginn 4. okt, er dótadagur hjá okkur á eldri deildum leikskólans, Bjartakoti og Fagrakoti. Börnin mega koma með eitt leikfang að heiman í leikskólann. Börnin mega koma með eitt leikfang að heiman í leikskólann.

Við minnum á að merkja leikfangið.

Leikskóladagal og starfsáætlun

Nú eru bæði leikskóladagatal og starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2022-2023 aðgengilegt á heimsíðu leikskólans.

Starfsáætlun má skoða hér

Leikskóladagalið má skoða hér

Útidótadagur

Á morgun, þriðjudag er útidótadagur í Korpukoti á eldri deildum leikskólans (Bjartakot og Fagrakot). Þá mega þau sem vilja koma með dót af heiman til að leika með í útiveru. Við minnum ykkur á að merkja dótið vel svo það skili sér aftur heim í lok dags.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 9.september. Þann dag er leikskólinn lokaður.

Sumarkveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og vonum að þið eigið góðar samverustundir í sumarfríinu.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á skólaárinu sem er að líða og hlökkum til að taka á móti nýju skólaári í haust.

Við opnum aftur fimmtudaginn 4. ágúst.

Sumarfrí.

Leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa 6. júlí – 3. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Við opnum aftur fimmtudaginn 4. ágúst.

Til hamingju.

Þær Katrín María og Perla Ósk brautskráðust frá HÍ á laugardaginn sl. og eru því hvor um sig komnar með meistaragráðu.
Katrín María er með M.T. í menntunafræði leikskóla og Perla Ósk með M.Sc. í hagnýtri atferlisgreiningu. Við óskum þeim til hamingju með áfangann.

Opið hús

Kæru foreldrar.

Fimmtudag og föstudag langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn til okkar í leikskólann á milli kl. 15 og 16

Fimmtudaginn 9. júní er opið hús fyrir foreldra barna á Bjartakoti og Fagrakoti

Föstudaginn 10. júní er opið hús fyrir foreldra barna á Sælukoti og Sunnukoti