Foreldrafélag

Tilgangur foreldrafélagsins er að virkja foreldra til að taka frekari þátt í leikskólastarfinu með ýmsum uppákomum og viðburðum sem gefa foreldrum, börnum og starfsfólki leikskólans tækifæri til að kynnast betur innbyrðis.
Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelag@korpukot.is 
Við viljum eindregið hvetja foreldra/forráðamenn til að senda okkur póst með ábendingum um skemmtilega viðburði sem foreldrafélagið gæti staðið að, ábendingum og spurningum.
Félagsgjald er kr. 4000.- og er það innheimt í tvennu lagi – kr. 2000.- í senn. Veittur er systkinaafsláttur – 50% fyrir annað barnið (þriðja, o.s. frv.).

Foreldrafélag hefur það markmið að virkja samstarf heimilis og leikskóla með ýmsum viðburðum. Stjórn foreldrafélagsins einsetur sér að skipuleggja öflugt og gjöfult starf, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrafélögin eru tvö, í Fossakoti annars vegar og Korpukoti hinsvegar.