Foreldrasamstarf

Hlutverk foreldra er stórt og mikilvægt í leikskólasamfélaginu. Í Korpukoti er bæði virkt foreldrafélag og foreldraráð.

Foreldrafélagið sér um og skipuleggur ýmsa atburði á vegum leikskólans og má þar nefna skemmtiatriði á sumarhátíðum, gjafir til barnanna, sveitaferðir og jólaskemmtanir. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við leikskólastarfið og efla samskipti foreldra innbyrðis.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans. Þeir sem sitja í foreldraráði eru fulltrúar foreldra á leikskólanum og hafa fyrir þá kosningarrétt. Auk þess hefur ráðið umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.