Á morgun, miðvikudag, er öskudagurinn. Þá mega þau börn sem vilja koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla. Það er nú bara þannig að það er misjafnt eftir börnum hvort þau vilji vera í búningum eða ekki á þessum degi. Það sem mestu skiptir er að þeim líði vel og skemmti sér með vinum sínum.