Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.
Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólinn mun vera opinn frá kl. 8:00 með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.
Við biðjum þau ykkar sem sinnið slíkum störfum að láta okkur vita sem fyrst hvort þið komið á morgun, svo við séum ekki að kalla út starfsfólk að óþörfu.
Förum varlega