Jólakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.