

Athygli er vakin á því að í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og gildir hún frá kl. 8-13.
FÓLK ER HVATT TIL HALDA SIG HEIMA Á MEÐAN ÓVEÐRIÐ GENGUR YFIR Á MORGUN OG VERA EKKI Á FERÐINNI AÐ NAUÐSYNJALAUSU.
Í ítrustu neyð þarf að tilkynna skólastjórnendum um komu barns með tölvupósti.
Leikskólinn heldur aðeins úti lágmarksmönnun fyrir foreldra sem starfa við fyrsta viðbragð.
Kæru fjölskyldur Við minnum á næstu starfsdaga á skólaárinu en þeir eru dagana 14., 15. og 16. apríl nk.
Athygli er vakin á því að leikskóladagatalið er ávalt aðgengilegt á heimsíðu skólans.
-Bestu kveðjur, Stjórnendateymi LFA
Við minnum á starfsdaginn okkar sem er föstudaginn 10.janúar, 2025
Þann dag er leikskólinn lokaður.
English below
We kindly remind parents of our staff day that is January the 10th 2024.
On that day the kindergarten is closed
Kæru fjölskyldur.
Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.
Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.
Leikskóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025 er nú aðgengilegt á vefnum.
Það má finna hér og á heimsíðunni undir áætlanir
Fyrsti starfsdagur skólaársins er föstudaginn 6.september 2024.
Þann dag er leikskólinn lokaður.
English below
Our first staff day is september 6th 2024.
On that day the kindergarten is closed
Í dag, 3. maí sneri Blær við öðru krónublaði á lífsgildablóminu okkar og í ljós kom kurteisi.
Kurteisi er að hlusta á aðra og ekki grípa fram í, hún sýnir öðrum að það sem þeir hafa að segja er okkur þýðingarmikið og jafn mikilvægt og það sem við höfum að segja. Mikilvægt er að sýna ollum einstaklingum kurteisi, þannig virðum við náungann.
Við minnum á starfsdaginn okkar sem er föstudaginn 26.apríl 2024.
Þann dag er leikskólinn lokaður.
English below
We remind you of our staff day, which is friday April 26th., 2024. On that day the kindergarten is closed.