Vináttuverkefni Barnaheilla

Árið 2020 byrjaði Fossakot að vinna með Vináttuverkefni Barnaheilla um bangsann Blæ og flokkast leikskólinn því sem vináttuleikskóli. Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem er ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum.

Táknmynd verkefnisins er bangsinn Blær og hann hvetur börnin til þess að vera góðir vinir, sýna umhyggju, virðingu, hugrekki og umburðarlyndi. Hann hjálpar börnunum líka í að skilja tilfinningar sínar og annarra. Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að efla góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvætt viðhorf til allra í leikskólanum.

Þegar unnið er með verkefni er gert ráð fyrir að hvert barn eigi lítinn Blæ-bangsa sem á heima í leikskólanum. Börnin munu geta notað hann til að leita eftir huggun, til að þjálfa samskipti og margt fleira.

Foreldrafélag Fossakots styrkir Vináttuverkefni Barnaheilla með kaupum á bangsa fyrir hvert barn

Hér er hægt að lesa meira um Vináttuverkefni Barnaheilla