Jólakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Fossakoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.

Jólabíó

Í næstu viku er okkar árlega jólabíó og skiptist eins og hér segir:

Mánudagur 13.des:         Litlakot
Þriðjudagur 14.des:         Krílakot
Miðvikudagur 15.des:     Krakkkakot
Fimmtudagur 16.des:     Stórakot

Þann dag sem jólabíóið er ætlum við að eiga einstaklega notalegar stundir saman og mega öll börn sem vilja mæta í náttfötum og með einn bangsa með sér.

Rauður dagur

Við minnum alla á að það er rauður dagur á morgun, föstudag.
Allir sem vilja mega mæta í rauðum fötum og við ætlum að bralla ýmislegt jólatengt og ekki með rauðum lit

Viðburðadagatal í des

Lestrarsprettur Lubba

Við hér í Fossakoti viljum þakka fyrir glimrandi góða þátttöku í lestrarspretti Lubba. Það er alltaf gaman þegar heimili og skóli taka höndum saman í mikilvægum verkefnum eins og að styrkja málvitund barna. Með því að lesa á hverjum degi með börnunum ykkar gefið þið þeim ómetanlegt fararnesti út í lífið.

Við hlökkum til að endurtaka leikinn næstu önn.

Við látum mynd fylgja með þar sem sjá má hvernig Lubbi trónir montinn á toppnum á jólabeinatrénu sínu 🙂

Jólin í Fossakoti

Lestrarsprettur Lubba

Í næstu viku, þann 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og í tilefni af honum ætlum að við vera fara í lestrarsprett með Lubba. Við hvetjum ykkur til að lesa með börnunum ykkar vikuna 15.-19.nóv sem og allar aðrar vikur ársins því besta gjöfin sem þú gefur barninu þínu er að lesa fyrir það. Samvera, umræður, orðaforði og málþroski er börnunum svo verðmætt.

Allar nánanir upplýsingar má finna í tölvupósti og á innri vef deildanna

Ódótadagur

Á morgun er ódótadagur en þá leikum við okkur með alls konar efnivið en engin leikföng. Við leikum okkur með föt, dollur, box og fleira og mega öll börn koma eitt ódót að heiman. Börnin mega þá koma með eitthvað sem er skemmtilegt að leika með sem er þó ekki dót, t.d. eldhúsáhöld, hatta, gömul föt eða þess háttar. Gæta þess þarf þó að ódótið sé hvorki brotthætt eða hættulegt 

Viðburðadagatal í nóv.

Bangsadagur

Á morgun, miðvikudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn.

Þá mega börnin í Fossakoti koma með bangsa að heiman til að leika með í leikskólanum.

Munum að merkja bangsana svo þeir rati heim aftur.