Páskakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í Fossakoti sendum ykkur öllum hlýjar páskakveðjur og vonum að þið eigið saman góðar stundir í fríinu.

Leikskólinn er lokaður á skírdag, föstudaginn langa og annan páskum.

-Sjáumst hress þann 19.apríl

Leikskólalög

Hér má finna skjal með þeim leikskólalögum sem við erum duglegust að syngja.

https://www.fossakot.is/skolastarfid/leikskolalog/

Boltadagur

Á miðvikudaginn næsta er boltadagur í Fossakoti. Þá hvetjum við öll börn til að koma með einn bolta í leikskólann. Við ætlum að taka á móti vorinu með alls konar skemmtilegum boltaleikjum og fjöri.
Munum að merkja boltana.

Föstudagspóstar

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna munu föstudagspóstar þessarar viku birtast á mánudaginn nk.

-Góða helgi

Öskudagur

Á morgun, miðvikudag, er öskudagurinn. Þá mega þau börn sem vilja koma í búningum, náttfötum ðea kósýgalla. Það er nú bara þannig að það er misjafnt eftir börnum hvort þau vilji vera í búningum eða ekki á þessum degi. Það sem mestu skiptir er að þeim líði vel og skemmti sér með vinum sínum.

Ódótadagur


Á morgun, þriðjudag, er ódótadagur en þá leikum við okkur með alls konar efnivið en engin leikföng. Við leikum okkur með föt, dollur, box og fleira og mega öll börn koma eitt ódót að heiman. Börnin mega þá koma með eitthvað sem er skemmtilegt að leika með sem er þó ekki dót, t.d. eldhúsáhöld, hatta, gömul föt eða þess háttar. Gæta þess þarf þó að ódótið sé hvorki brotthætt né hættulegt 

Verið velkomin

Sælir foreldrar

Nú þegar öllum takmörkunum verður aflétt á miðnætti í kvöld höfum við ákveðið að opna leikskólann fyrir ykkur foreldrum.
Frá og með deginum í dag eruð þið hjartanlega velkomin alla leið inn á deild til okkar að sækja börnin.

Grímunotkun er valkvæð frá og með deginum í dag.

Hlökkum til að sjá ykkur

Tilkynning

Vegna þess að veðrið varð ekki eins slæmt og á horfðist, höfum við ákveðið að opna leikskólann kl. 13 í dag.

Rauð veðurviðvörun

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.

Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólinn mun vera opinn frá kl. 8:00 með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Við biðjum þau ykkar sem sinnið slíkum störfum að láta okkur vita sem fyrst hvort þið komið á morgun, svo við séum ekki að kalla út starfsfólk að óþörfu.

Förum varlega

Grænn dagur


Á fimmtudaginn næsta er grænn dagur hjá okkur í Fossakot. Við hvetjum alla sem vilja til að mæta í grænum fötum. Við hlökkum til að bralla ýmslegt skemmtileg í grænu þema.

Allt er vænt sem vel er grænt.