Sumarhátíð barnanna

Á fimmtudaginn næsta, þann 22. júní, verður sumarhátíð Fossakots haldin. Þá verður heldur betur fjör hjá okkur í leikskólanum, það verða pylsur í hádegismat, hoppukastalafjör og Leikhópurinn Lotta mun kíkja í heimsókn til okkar í boði foreldrafélagsins. Við hlökkum mikið til að skemmta okkur saman.

Sumarhátíðin okkar er foreldralaus skemmtun.