ABC-Barnahjálp

Leikskólinn Fossakot styrkir barn til menntunar mánaðarlega í gegnum ABC barnahjálp. En fram kemur á heimasíðu ABC að menntun sé einn mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar. Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.

Það er hann Ahmed sem er vinur okkar hér í Fossakoti en hann frá Úganda og er fæddur árið 2013. Fossakot hefur styrkt hann síðan árið 2017 og sendir honum árlega jólagjöf. Við höfum fengið frá honum falleg jólakort sem og þakkakort. Þetta samstarf dýpkar skilning okkar á ólíkum menningarheimum og fögnum við árlega þjóðhátíðardegi Úganda auk þess sem ABC hjálparstarf gegnir mikilvægu hlutverki í að uppfylla markmið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.